Tekjuskattur og eignarskattur

Mánudaginn 13. nóvember 2000, kl. 19:26:18 (1670)

2000-11-13 19:26:18# 126. lþ. 23.5 fundur 196. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (skatthlutfall) frv., fjmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 23. fundur, 126. lþ.

[19:26]

Fjármálaráðherra (Geir H. Haarde) (andsvar):

Herra forseti. Ég skal nú ekki rökræða um þessi ákveðnu dæmi sem hv. þm. nefndi. Það kann að vera svo að í einhverjum tilfellum hafi ríkissjóður bætt sér upp tekjutap vegna lagabreytinga eins og hann nefndi dæmi um. En það þýðir samt ekki að ríkissjóður hafi náð sér í tekjur á kostnað sveitarfélaganna.