Ríkisábyrgðir

Mánudaginn 13. nóvember 2000, kl. 19:35:36 (1673)

2000-11-13 19:35:36# 126. lþ. 23.6 fundur 165. mál: #A ríkisábyrgðir# (EES-reglur) frv., fjmrh. (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 23. fundur, 126. lþ.

[19:35]

Fjármálaráðherra (Geir H. Haarde):

Herra forseti. Ég mæli fyrir frv. til laga um breyting á lögum um ríkisábyrgðir. Hér er um að ræða litla breytingu sem byggir á því að 2. mgr. 6. gr. laganna, eins og frá henni var gengið með lögum nr. 121/1997, telst ekki standast EES-skuldbindingar Íslands. Ástæðan er sú að í greininni eins og hún er núna var gerður mismunur á því hvort um var að ræða innlendar eða erlendar skuldbindingar sem báru ríkisábyrgðir. Mál þetta var borið undir EFTA-dómstólinn og í áliti hans frá 14. júlí á þessu ári kemur fram að þetta færi í bága og væri ósamrýmanlegt ákvæðum EES-samningsins um frjálsa fjármagnsflutninga.

Þess vegna, herra forseti, er óhjákvæmilegt að samræma þessa gjaldtöku og það er lagt til með þessu frv.

Ég legg til, herra forseti, að málinu verði vísað til 2. umr. og hv. efh.- og viðskn.