Búsetuúrræði fyrir fatlaða

Miðvikudaginn 15. nóvember 2000, kl. 13:36:41 (1750)

2000-11-15 13:36:41# 126. lþ. 25.1 fundur 40. mál: #A búsetuúrræði fyrir fatlaða# fsp. (til munnl.) frá félmrh., RG
[prenta uppsett í dálka] 25. fundur, 126. lþ.

[13:36]

Rannveig Guðmundsdóttir:

Herra forseti. Hæstv. félmrh. talaði um sambýli á Reykjanesi, Tjaldanes og Hulduhlíð í Mosfellsbæ og þrjú til viðbótar, eitt í Grindavík og tvö í Hafnarfirði. Lítur hann svo á að sambýlið í Grindavík falli undir þann ramma sem verið er að spyrja um? Það er ljóst að það eru heimamenn í Grindavík, sveitarstjórnarmenn, sem höfðu frumkvæði að því að koma því heimili upp og hafa algeran veg og vanda af því og sóttu sjálfir eftir samningi við félmrn. þar um þegar allt annað þraut þar sem svo mjög hefur dregist með úrbætur í Reykjanesi. Metur ráðherrann það svo að þessar áætlanir standist næstum því þegar hann er að lýsa því að það eru bara komin fimm af tíu og kominn nóvember árið 2000?