Ákvæði skipulagsreglugerðar um nálægð byggðar við vötn, ár eða sjó

Miðvikudaginn 15. nóvember 2000, kl. 15:10:29 (1794)

2000-11-15 15:10:29# 126. lþ. 25.8 fundur 186. mál: #A ákvæði skipulagsreglugerðar um nálægð byggðar við vötn, ár eða sjó# fsp. (til munnl.) frá umhvrh., KolH
[prenta uppsett í dálka] 25. fundur, 126. lþ.

[15:10]

Kolbrún Halldórsdóttir:

Herra forseti. Það er skiljanlegt að hæstv. umhvrh. vilji ekki blanda sér í beinar deilur varðandi þetta mál. En ég verð að segja að áframhaldandi blómlegt lífríki Elliðavatns og Elliðaánna er á verksviði hæstv. umhvrh. Hæstv. umhvrh. er fullkunnugt um að skipulagsáætlanir koma til með að þurfa að lúta lögum um mat á umhverfisáhrifum innan skamms. Það er sanngjarnt að hæstv. umhvrh. miðli okkur í síðara svari sínu skoðun sinni á því að skipulagsáætlanir á vatnsverndarsvæðum ættu að lúta lögum um mat á umhverfisáhrifum. Ég vil fá að spyrja hæstv. ráðherra hvort nokkuð sé því til fyrirstöðu að hæstv. umhvrh. láti skipulagsáætlanir á vatnsverndarsvæðum lúta þeim lögum nú þegar.