Miðlægur gagnagrunnur lyfjanotkunar

Miðvikudaginn 15. nóvember 2000, kl. 15:20:45 (1799)

2000-11-15 15:20:45# 126. lþ. 25.9 fundur 221. mál: #A miðlægur gagnagrunnur lyfjanotkunar# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., ÁRJ
[prenta uppsett í dálka] 25. fundur, 126. lþ.

[15:20]

Ásta R. Jóhannesdóttir:

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. Þuríði Backman fyrir að spyrja þessarar spurningar sem ég tel mikilvægt að fá svör við.

Mig langar að spyrja hæstv. ráðherra aðeins nánar út í þetta. Verður skráður í þennan gagnagrunn allur kostnaður viðkomandi sjúklings, þ.e. líka vegna lyfja sem Tryggingastofnun tekur ekki þátt í að greiða, þannig að allur kostnaður viðkomandi sjúklings komi inn í þennan gagnagrunn?

Ég tel mikilvægt að fá upplýsingar um það vegna þess að við vitum að reglur hafa verið þannig að sjúklingar greiða að fullu ýmis lyf og stundum greiða þeir þau að fullu í ákveðinn tíma áður en Tryggingastofnun kemur að því að greiða hluta af kostnaðinum. Það er mjög mikilvægt að fá upplýsingar um það hjá ráðherra hvort allur lyfjakostnaður viðkomandi sjúklinga kemur inn í þennan gagnagrunn.