Fíkniefnanotkun í fangelsum

Miðvikudaginn 15. nóvember 2000, kl. 15:57:09 (1817)

2000-11-15 15:57:09# 126. lþ. 25.11 fundur 204. mál: #A fíkniefnanotkun í fangelsum# fsp. (til munnl.) frá dómsmrh., MF
[prenta uppsett í dálka] 25. fundur, 126. lþ.

[15:57]

Margrét Frímannsdóttir:

Virðulegi forseti. Það er ánægjulegt að sjá svo marga hv. stjórnarþingmenn taka þátt í umræðu á Alþingi. Ber nýrra við.

En ég heyrði, virðulegi forseti, alls ekki að hv. þm. Guðmundur Árni talaði um fíkniefnaneyslu í fangelsum sem séríslenskt fyrirbrigði. Það er eitthvað sem kom alls ekki fram í máli hans og ég held að þegar hv. þm. undirbúa sig til að taka þátt í umræðum með ráðherra sínum sé ráðlegt að bíða eftir að umræðan eigi sér stað.

En ég vildi beina þeim spurningum til hæstv. ráðherra hvort hún hafi velt fyrir sér þeim möguleika að meðferðarstarf eigi sér stað í upphafi fangelsisvistar en ekki lok? Þ.e. að hver sá sem afplánar refsingu eigi möguleika á meðferð strax í upphafi fangavistar en ekki við lok eins og er í dag. Mér fannst sérstaklega ánægjulegt í svörum hæstv. ráðherra að heyra um þær hugmyndir sem komu fram um greiningarstarfið.