Innflutningur dýra

Fimmtudaginn 16. nóvember 2000, kl. 15:45:32 (1893)

2000-11-16 15:45:32# 126. lþ. 26.5 fundur 154. mál: #A innflutningur dýra# (rekstur sóttvarna- og einangrunarstöðva) frv., SighB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 26. fundur, 126. lþ.

[15:45]

Sighvatur Björgvinsson (andsvar):

Herra forseti. Mér finnst mjög leitt að hæstv. landbrh. skyldi hafna þessari skynsamlegu tillögu sem þýðir að þeir Þingvallanefndarmenn verða að vandræðast með þetta húsnæði í nokkra mánuði til viðbótar.

Hitt verð ég að segja eins og er að þær góðu undirtektir gleðja mig sem hæstv. ráðherra gaf hinni tillögu minni, þ.e. að húsið yrði þá helgað íslenska fjárhundinum í tilefni af m.a. þeirri þáltill. sem hann flutti fyrir nokkrum árum og vitnaði í, en sú vísa sem hann vitnaði til er tekin upp úr grg. þáltill. þar sem hæstv. landbrh. lýsir íslenska fjárhundinum. Að einhverju leyti tekur þó hæstv. landbrh. undir þessar hugmyndir og hann er ekki frábitinn því að tileinka --- hvað svo sem gert verður við Valhöll --- þá ágætu byggingu hinu merka gæludýri íslenska fjárhundinum.