Innflutningur dýra

Fimmtudaginn 16. nóvember 2000, kl. 17:09:39 (1919)

2000-11-16 17:09:39# 126. lþ. 26.5 fundur 154. mál: #A innflutningur dýra# (rekstur sóttvarna- og einangrunarstöðva) frv., landbrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 26. fundur, 126. lþ.

[17:09]

Landbúnaðarráðherra (Guðni Ágústsson) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. fyrir brýningar. Það er hárrétt sem hún sagði, að menn verða aldrei ofbrýndir í þessu efni. Það þarf að brýna menn. Þeir þurfa að halda vöku sinni. Það má hvergi slaka á og að því leyti erum við sammála um að þetta er alltaf vandmeðfarið og getur farið úr böndunum. Við eigum að minnast þess nú, Íslendingar, að allt í einu erum við í fremstu röð á mörgum sviðum í veröldinni í matvælaframleiðslu og þá stöðu eigum við að nýta okkur til sóknar um leið og við setjum upp allar þær varnir og varúðarráðstafanir sem þarf til að verja okkar fólk og búpeninginn í landinu.