Félagsþjónusta sveitarfélaga

Þriðjudaginn 21. nóvember 2000, kl. 23:15:54 (2098)

2000-11-21 23:15:54# 126. lþ. 28.8 fundur 242. mál: #A félagsþjónusta sveitarfélaga# (heildarlög) frv., ÁRJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 28. fundur, 126. lþ.

[23:15]

Ásta R. Jóhannesdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég vil byrja á að þakka hæstv. félmrh. fyrir þau svör sem hann gaf hér við spurningum sem ég bar fram í ræðu minni fyrr í kvöld.

Varðandi geðsjúk börn þá hefði ég talið að geðveik og geðfötluð börn væru langveik börn og þau ættu að eiga sama rétt og fötluð börn, miðað við skýringar hæstv. ráðherra í máli hans hér er hann mælti fyrir þessu frv.

Mig langar, vegna þess að það hefur ekki komið fram eða a.m.k. tók ég ekki eftir því, að spyrja hæstv. ráðherra hvernig hann hyggst útrýma öllum biðlistum. Hann talaði um að biðlistar yrðu úr sögunni á næstu þremur árum. Hvernig mundi það gerast?

Aðrar spurningar sem ég hef við þetta mál get ég lagt fram í nefndinni þar sem ég á sæti. En ég vildi gjarnan fá að heyra hjá hæstv. ráðherra hvernig hann hyggst útrýma biðlistum á næstu þremur árum.