Stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum

Þriðjudaginn 21. nóvember 2000, kl. 23:31:12 (2103)

2000-11-21 23:31:12# 126. lþ. 28.13 fundur 215. mál: #A stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum# (gildistími) frv., sjútvrh. (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 28. fundur, 126. lþ.

[23:31]

Sjávarútvegsráðherra (Árni M. Mathiesen):

Herra forseti. Ég mæli hér fyrir frv. til laga um breytingu á lögum nr. 38 11. maí 1998, um stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum, með síðari breytingum.

Í 3. gr. laga nr. 38 11. maí 1998, um stjórn veiða á norsk-íslenska síldarstofninum, segir að ráðherra skuli fyrir 1. nóv. 2000 leggja fyrir Alþingi frv. um stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum eftir árið 2000. Með frv. þessu er lagt til að sú skipan um stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum sem ákveðinn var til þriggja ára í áðurgreindum lögum verði framlengd um eina vertíð eða til loka árs 2001.

Ástæðan fyrir þessu er sú að nú stendur yfir heildarendurskoðun á lögum um stjórn fiskveiða. Það þykir heppilegt að samfara þessari heildarendurskoðun, sem fer fram samkvæmt bráðabirgðaákvæði í lögum um stjórn fiskveiða, fari fram endurskoðun á lögunum um stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum þannig að samræmi sé í því sem gert er á sama þingi varðandi hina almennu stjórn fiskveiða og það sem gert verður varðandi stjórn norsk-íslenska síldarstofnsins.

Herra forseti. Ég legg til að að lokinni 1. umræðu verði málinu vísað til hv. sjútvn.