2000-11-22 00:01:31# 126. lþ. 28.13 fundur 215. mál: #A stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum# (gildistími) frv., SJS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 28. fundur, 126. lþ.

[24:01]

Steingrímur J. Sigfússon (andsvar):

Herra forseti. Bíddu nú við. Með góðum vilja get ég reynt að ráða í þetta. Eigum við að segja að þetta svar hafi verið í þá veru að formlega séð séu úthafsveiðilögin ekki í endurskoðun á vegum endurskoðunarnefndarinnar en það gæti samt komið til breyting á þeim? Ég hefði nú gjarnan kosið að hafa þetta aðeins skýrara.

Er það svo eða ekki að m.a. með þeim röksemdum sem hér eru fluttar fyrir því að framlengja þetta fyrirkomulag í norsk-íslensku síldinni sé opnað inn á ákvæði úthafsveiðilaganna eða ekki? Hér er um deilistofn eða úthafsveiðistofn að ræða sem, hefði ekki komið til sér lagasetning, hefði væntanleg átt að meðhöndlast samkvæmt ákvæðum úthafsveiðilaganna. Þessi sérlög upphefja það. Ég sé nú ekki hvernig hægt er að gera hvort tveggja í senn, að vísa því til endurskoðunarnefndarinnar að líta á þetta mál og leggja hugsanlega til breytingar en halda því aðgreindu frá endurskoðun ákvæða úthafsveiðilaganna sjálfra.

Auðvitað getur ráðherra ekki tryggt það fyrir fram að niðurstaða nefndarinnar verði á einn veg eða annan, við erum ekki að fara fram á það hér. Ég hélt að hægt væri að hafa málið aðeins skýrara en hér kom fram í svari hæstv. ráðherra. Ég spyr: Lítur ráðherra svo á að endurskoðunarnefndin hafi frá upphafi, eða sé frá og með því að þetta viðbótarveganesti sem felst í röksemdafærslunni fyrir frv. hér, með það á sinni könnu jafnframt að endurskoða lögin um úthafsveiðar?