Lækkun húshitunarkostnaðar árið 2001

Miðvikudaginn 22. nóvember 2000, kl. 14:15:00 (2144)

2000-11-22 14:15:00# 126. lþ. 30.3 fundur 247. mál: #A lækkun húshitunarkostnaðar árið 2001# fsp. (til munnl.) frá iðnrh., JÁ
[prenta uppsett í dálka] 30. fundur, 126. lþ.

[14:15]

Jóhann Ársælsson:

Hæstv. forseti. Ég hvet til þess að þessari endurskoðun verði lokið þannig að hægt verði að taka ákvarðanir á grundvelli hennar með fjárlögum í vetur. Það er auðsjáanlega ekki hægt að bjóða upp á það frá hendi hins opinbera að fólki sé mismunað hvað varðar húshitunarstuðning eins og hér er þegar komið fram og mun aukast. Sem dæmi um það má nefna að hjá Akranesveitu er talað um húshitunarkostnað upp á tæp 90 þús. á sama tíma og menn eru að tala hér um 70 þús. með niðurgreiðslunum. Myndin er því verulega skekkt og þess vegna þarf þessi endurskoðun að liggja fyrir sem allra fyrst. En hún má auðvitað ekki tefja fyrir þeim fyrirætlunum og áformum og loforðum sem hafa verið uppi um að koma til móts við háan húshitunarkostnað á landinu og jafna hann út.