Innflutningur á fósturvísum úr norskum kúm

Mánudaginn 27. nóvember 2000, kl. 15:37:43 (2205)

2000-11-27 15:37:43# 126. lþ. 32.1 fundur 141#B innflutningur á fósturvísum úr norskum kúm# (óundirbúin fsp.), ÞBack
[prenta uppsett í dálka] 32. fundur, 126. lþ.

[15:37]

Þuríður Backman:

Herra forseti. Það er einmitt þess vegna sem við viljum vera áfram í landi okkar, vinstri grænir sem aðrir. Ekki er vitað með fullri vissu hvort smit getur borist með fósturvísum eða ekki. Menn telja að svo sé ekki, en svo mikil tortryggni er alls staðar í Evrópu gagnvart þessari pest sem dynur á búpeningi að við eigum ekki að tefla kjötframleiðslu okkar í neina tvísýnu. Við eigum að halda merkjum okkar á lofti og gæta þar fyllstu varúðar og halda uppi þeim merkjum sem landbrh. hefur talað fyrir.