Tekjustofnar sveitarfélaga

Þriðjudaginn 28. nóvember 2000, kl. 17:01:06 (2301)

2000-11-28 17:01:06# 126. lþ. 33.2 fundur 199. mál: #A tekjustofnar sveitarfélaga# (útsvar, fasteignaskattur o.fl.) frv., GÁS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 33. fundur, 126. lþ.

[17:01]

Guðmundur Árni Stefánsson (andsvar):

Herra forseti. Ég ætla ekkert að endurtaka það. Við þurfum ekki að deila um það hér hækka hreint og beint skattar á almenning á höfuðborgarsvæðinu. Úti á landi er málinu þannig fyrir komið að fasteignaskattur lækkar en útsvarið hækkar sama daginn. Í sumum tilfellum er það þannig að um einbera skattahækkun er að ræða þegar fólk á engar eignir og þarf ekki að borga fasteignaskatta. Í öðrum tilfellum stendur fólk jafnt á eftir.

Loforðið um fasteignaskattslækkun sem viðnám í byggðamálum hefur að engu orðið í meðförum ríkisstjórnarinnar. Það er kjarni málsins og menn geta borið sig mannalega og brosað til hægri og vinstri, einkanlega þó hægri í seinni tíð, en svona er þetta bara, herra forseti.

Enn og aftur, ég get ekkert að því gert, þennan kross verður hæstv. landbrh. að bera.