Tekjustofnar sveitarfélaga

Þriðjudaginn 28. nóvember 2000, kl. 21:40:48 (2335)

2000-11-28 21:40:48# 126. lþ. 33.2 fundur 199. mál: #A tekjustofnar sveitarfélaga# (útsvar, fasteignaskattur o.fl.) frv., GunnB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 33. fundur, 126. lþ.

[21:40]

Gunnar Birgisson (andsvar):

Virðulegi forseti. Rétt til að svara hv. þm. Já, ég er bæði þingmaður og bæjarfulltrúi. En varðandi atkvæðagreiðsluna á Nesinu þá vissi hv. þm. að það var á misskilningi byggt og ekki kannski rétt að koma með það hér.

En ég mun styðja þá tillögu sem er um þetta samkomulag á milli ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaganna. Ég ætla ekki að fara að ganga á bak orða minna gagnvart Sambandi íslenskra sveitarfélaga í þessu máli. Þetta var samkomulagið sem menn skrifuðu undir, þótt menn gerðu við það bókun. En þetta er samkomulagið og við eigum að standa við það og halda síðan áfram.

Hitt er meira og minna lýðskrum minni hluta.