Tekjustofnar sveitarfélaga

Þriðjudaginn 28. nóvember 2000, kl. 21:49:41 (2343)

2000-11-28 21:49:41# 126. lþ. 33.2 fundur 199. mál: #A tekjustofnar sveitarfélaga# (útsvar, fasteignaskattur o.fl.) frv., GunnB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 33. fundur, 126. lþ.

[21:49]

Gunnar Birgisson (andsvar):

Virðulegi forseti. Lækkun fasteignagjaldanna, skattsins, er veruleg kjarabót fyrir landsbyggðina og það er líka veruleg kjarabót fyrir landsbyggðina að fá fólksfækkunarframlög. Enginn er kominn til með að segja það að þessi sveitarfélög þurfi að hækka um 0,33% árið 2002. Það er útilokað fyrir nokkurt sveitarfélag að segja það núna: Við ætlum að hækka útsvarið árið 2002. Við getum það ekki. Við gerum það fyrir árið 2001 núna fyrir 1. desember. Síðan verða menn að sjá hvað næsta ár ber í skauti sér en ekki svona.

Ég mótmæli því og ég vil segja það að sá samningur sem var gerður milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og ríkisins var mun hagfelldari fólki og sveitarfélögum á landsbyggðinni en sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Það eru alveg hreinar línur.