Vatnsveitur sveitarfélaga

Þriðjudaginn 28. nóvember 2000, kl. 23:36:38 (2364)

2000-11-28 23:36:38# 126. lþ. 33.3 fundur 200. mál: #A vatnsveitur sveitarfélaga# (vatnsgjald) frv. 143/2000, Frsm. minni hluta ÁRJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 33. fundur, 126. lþ.

[23:36]

Frsm. minni hluta félmn. (Ásta R. Jóhannesdóttir) (andsvar):

Herra forseti. Samkvæmt lögum er vatnsgjaldið þjónustugjald og því er ætlað að standa straum af raunverulegum kostnaði sveitarfélaganna við þessa þjónustu. Við erum að treysta sveitarfélögum til að standa við það. Annars koma önnur rök fyrir afstöðu okkar fram í nefndarálitinu sem tel ég að ég hafi gert fyllilega grein fyrir þegar ég mælti fyrir álitinu áðan.