Útflutningsráð Íslands

Þriðjudaginn 05. desember 2000, kl. 14:31:57 (2696)

2000-12-05 14:31:57# 126. lþ. 40.8 fundur 324. mál: #A Útflutningsráð Íslands# (markaðsgjald) frv. 167/2000, KolH
[prenta uppsett í dálka] 40. fundur, 126. lþ.

[14:31]

Kolbrún Halldórsdóttir:

Herra forseti. Eins og hæstv. utanrrh. gat um í máli sínu eru miklar annir í þinginu þessa daga, jafnvel svo miklar að þingmenn hafa ekki tök á að kynna sér fyrir fram þau mál sem lögð eru fram til 1. umr.

Ég kem hér einungis til að lýsa vonbrigðum mínum með að hæstv. utanrrh. skuli ekki reifa málið efnislega úr þessum ræðustóli við 1. umr. þar sem ég hafði fullan hug á að fá að heyra um hvað málið snýst. Fyrsta umr. er oft og tíðum þannig að hún hjálpar manni að spyrja grunnspurninga um viðkomandi mál.

Mér þykir þetta fullsnubbótt umfjöllun við 1. umr. Ég hvet hæstv. utanrrh. til að segja þingheimi um hvað þetta mál snýst, einmitt í ljósi þess að miklar annir eru í þinginu og fólk ekki það vel undirbúið undir hvern þingfund að öll þinggögn hafi verið lesin spjaldanna á milli.