Lokafjárlög 1998

Þriðjudaginn 05. desember 2000, kl. 20:49:10 (2744)

2000-12-05 20:49:10# 126. lþ. 40.11 fundur 260. mál: #A lokafjárlög 1998# frv., fjmrh. (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 40. fundur, 126. lþ.

[20:49]

Fjármálaráðherra (Geir H. Haarde) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Málið sem tekið var á dagskrá eftir kvöldmatarhlé er þingmál sem ég hef lagt fram og sama er að segja um næstu tvö mál á dagskrá. Ég vil láta koma fram að það er mér að meinalausu þótt það frestist um stund að ræða þau mál, hvort heldur sem forseti vill fresta fundinum eða taka fyrir mál frá öðrum ráðherra.