2000-12-06 01:05:20# 126. lþ. 40.16 fundur 314. mál: #A barnalög# (ráðgjöf í umgengnis- og forsjármálum) frv., dómsmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 40. fundur, 126. lþ.

[25:05]

Dómsmálaráðherra (Sólveig Pétursdóttir) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil fullvissa hv. þm. um að það er auðvitað frumvarpstextinn, sem verður síðan endanlegur lagatexti, sem skiptir máli í þessu sambandi. Það hefur engin áhrif þótt annað orðalag sé í umsögn frá fjárlagaskrifstofu. Þess vegna skiptir þetta misræmi ekki máli. Það er lagatextinn sem hefur gildi.