Skattlagning fríðinda

Miðvikudaginn 06. desember 2000, kl. 16:03:29 (2869)

2000-12-06 16:03:29# 126. lþ. 42.8 fundur 305. mál: #A skattlagning fríðinda# fsp. (til munnl.) frá fjmrh., Fyrirspyrjandi ÁRÁ
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur, 126. lþ.

[16:03]

Fyrirspyrjandi (Árni R. Árnason):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. fjmrh. greinargóð svör. Ég vil aðeins geta þess vegna þess sem kemur fram í fyrsta lið fyrirspurnarinnar, að ég tel alveg ljóst að í tiltekinni starfsemi viðgengst það að starfsmönnum eru veitt fríðindi þannig að þeim er afhent vara eða þjónusta án þess að fullt gjald komi fyrir. Ég hygg að það kunni að vera nauðsynlegt að reyna að nálgast betur en gert hefur verið þann mun sem kann að vera á tilgreindu verði og fullu verði samkvæmt almennum viðskiptum þessara fyrirtækja.