Ríkisábyrgðir

Þriðjudaginn 12. desember 2000, kl. 18:15:38 (3233)

2000-12-12 18:15:38# 126. lþ. 46.15 fundur 165. mál: #A ríkisábyrgðir# (EES-reglur) frv. 180/2000, Frsm. EKG
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur, 126. lþ.

[18:15]

Frsm. efh.- og viðskn. (Einar K. Guðfinnsson):

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir nefndaráliti á þskj. 424.

Frv. er lagt fram vegna ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins frá 14. júlí 2000 þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að núgildandi ákvæði 2. mgr. 6. gr. laga um ríkisábyrgðir færi í bága við ákvæði EES-samningsins. Nefndin telur brýnt að lögunum verði breytt á þann veg að aðstaða lántakenda sem njóta ríkisábyrgðar á lánum verði jöfn, hvort sem lánveitendur eru innlendir eða útlendir.

Undir nál. þetta rita hv. þm. Vilhjálmur Egilsson, Jóhanna Sigurðardóttir, Einar K. Guðfinnsson, Guðmundur Hallvarðsson og Ögmundur Jónasson.