Meistararéttindi byggingariðnaðarmanna

Miðvikudaginn 13. desember 2000, kl. 15:30:33 (3303)

2000-12-13 15:30:33# 126. lþ. 48.3 fundur 304. mál: #A meistararéttindi byggingariðnaðarmanna# fsp. (til munnl.) frá iðnrh., Fyrirspyrjandi ÁRÁ
[prenta uppsett í dálka] 48. fundur, 126. lþ.

[15:30]

Fyrirspyrjandi (Árni R. Árnason):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. iðnrh. fyrir svarið. Af svarinu er ljóst að hagir þeirra manna sem hér er spurt um leiðir fyrir falla undir verksvið a.m.k. þriggja ráðuneyta. Mér finnst rétt að fara þess á leit við hæstv. ráðherra að vinna verði lögð í það að gera þeim auðvelt að kynna sér hvaða leið þeir þurfa að fara til að komast áleiðis. Ég segi þetta vegna þess að ég hef orðið þess áskynja að starfandi eru við byggingargreinar menn sem hafa lokið hluta af iðnnámi, jafnvel lokið náminu öllu en ekki fengið meistaraskírteini og þeim er alls ekki ljóst hvernig þeir geta leitað réttar síns eða hvernig þeir geta fengið að ljúka námi sínu. Ég vil eindregið óska þess að ráðuneytið taki upp samstarf við samtök þeirra til þess að koma slíkum upplýsingum á framfæri við greinina í heild.