Innflutningur dýra

Fimmtudaginn 14. desember 2000, kl. 13:45:53 (3370)

2000-12-14 13:45:53# 126. lþ. 49.14 fundur 154. mál: #A innflutningur dýra# (rekstur sóttvarna- og einangrunarstöðva) frv. 175/2000, Frsm. meiri hluta HjálmJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 49. fundur, 126. lþ.

[13:45]

Frsm. meiri hluta landbn. (Hjálmar Jónsson) (andsvar):

Herra forseti. Þetta frv. fjallar ekki um einangrunarstöð á suðvesturhorninu. Það væri nýtt mál. Þetta stjfrv., sem ríkisstjórnin leggur fram, hæstv. landbrh. hefur mælt fyrir og landbn. hefur fjallað um, fjallar um staðfestingu þess að ekki verði slakað á kröfum um sóttvarnir og einangrun dýra. En framkvæmdin er á hendi landbrh. eins og ég sagði. (Landbrh.: Sem er nú hinn vænsti maður.)