Innflutningur dýra

Fimmtudaginn 14. desember 2000, kl. 13:47:24 (3372)

2000-12-14 13:47:24# 126. lþ. 49.14 fundur 154. mál: #A innflutningur dýra# (rekstur sóttvarna- og einangrunarstöðva) frv. 175/2000, Frsm. meiri hluta HjálmJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 49. fundur, 126. lþ.

[13:47]

Frsm. meiri hluta landbn. (Hjálmar Jónsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil taka undir það sem hæstv. landbrh. kallaði fram í áðan, að hann væri hinn vænsti maður, landbrh. Það er aldrei að vita hvað honum dettur í hug á haustdögum á næsta ári, ef því er að skipta að taka ákvörðun um nýja einangrunarstöð, einkum fyrir gæludýr. Ég hygg að hv. þm. hafi átt við það. (GHall: Hann er mikill dýravinur.) Já, hann er að auki mikill dýravinur.

Ég bendi á að nýbúið er að stækka stöðina í Hrísey. Ég tel að eðlilegt sé að láta reyna á það fyrirkomulag þó að ég viðurkenni að vissulega séu mörg góð og gild rök fyrir því að hafa einangrunarstöð nær alþjóðaflugvellinum á Reykjanesinu.

Hins vegar þarf ekki endilega að vera heppilegt að gæludýr sem flutt eru til landsins séu í göngufæri frá eigendum sínum. Þau þurfa að vera í einangrun. Það auðveldar kannski eigendunum að vita af þeim vel höldnum í fögru umhverfi Eyjafjarðar í Hrísey.