Innflutningur dýra

Fimmtudaginn 14. desember 2000, kl. 14:07:25 (3378)

2000-12-14 14:07:25# 126. lþ. 49.14 fundur 154. mál: #A innflutningur dýra# (rekstur sóttvarna- og einangrunarstöðva) frv. 175/2000, Frsm. meiri hluta HjálmJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 49. fundur, 126. lþ.

[14:07]

Frsm. meiri hluta landbn. (Hjálmar Jónsson) (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. hefði aðeins þurft að taka upp símann sinn á leiðinni og biðja okkur að bíða augnablik, segja að hún hefði tafist, og að sjálfsögðu hefði nefndin orðið við því að geyma afgreiðslu málsins ef við hefðum vitað að hv. þm. væri á leiðinni. (Gripið fram í.)

Hitt vil ég segja að það er einmitt opnað á möguleikann fyrir nýja stöð. En framkvæmdarvaldið er hjá ríkisstjórninni og hjá hæstv. landbrh. í þessu tilfelli. Þó að fyrir liggi einhver orð frá honum getur margt breyst yfir árið. Hann hefur verið á móti innflutningi á fósturvísum norskra kúa. En allt getur breyst á haustdögum eins og dæmin sanna.