Útlendingar

Föstudaginn 15. desember 2000, kl. 12:46:33 (3438)

2000-12-15 12:46:33# 126. lþ. 50.11 fundur 344. mál: #A útlendingar# (heildarlög) frv., LB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur, 126. lþ.

[12:46]

Lúðvík Bergvinsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Það var reyndar verið að fjalla um allt annað frv. en það sem við ræðum hér sem ég vitnaði til. Verið var að fjalla um frv. sem átti með ákveðnum hætti að lögfesta bakdyramegin reglur Dyflinnarsamningsins því að við erum ekki aðilar að þeim samningi jafnvel þó að verið sé að vinna að þeim samningi sem stendur. Við erum ekki aðilar að þeim samningi.

Það vill þannig til, hv. þm., að ég bókaði sérstaklega niður í athugasemdum hvað viðkomandi gestur sagði og hann orðaði það með þeim hætti sem ég nefndi hér áðan. Hann orðaði ekki einu sinni að það væri þægilegt tæki, hann orðaði það þannig að það væri ,,þægilegt verkfæri`` þannig að hv. þm. hafi það rétt í umræðunni.

Virðulegi forseti. Ég sé ekki ástæðu til þess að halda þessari umræðu mikið lengur áfram.