Ráðstafanir í ríkisfjármálum 2001

Föstudaginn 15. desember 2000, kl. 17:02:35 (3462)

2000-12-15 17:02:35# 126. lþ. 50.10 fundur 310. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum 2001# (breyting ýmissa laga) frv. 174/2000, Frsm. meiri hluta VE
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur, 126. lþ.

[17:02]

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Vilhjálmur Egilsson):

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir nál. um frv. til laga um ráðstafanir í ríkisfjármálum árið 2001 frá meiri hluta efh.- og viðskn.

Nefndin fjallaði um málið og sendi það til umsagnar allshn., félmn. og menntmn. Umsagnir bárust frá meiri og minni hluta allshn. Eins bárust þrjár umsagnir frá félmn. og tvær frá menntmn.

Með hliðsjón af því sem fram kemur í áliti menntmn. gerir meiri hluti efh.- og viðskn. þá tillögu við 1. gr. frv. að sú fjárhæð sem þar er nefnd, 480 millj., hækki í 500 millj.