Ferill 196. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 513  —  196. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur, Ögmundi Jónassyni og Rannveigu Guðmundsdóttur.



     1.      Við bætist ný grein sem verði 2. gr., svohljóðandi:
              Í stað fjárhæðarinnar „320.616“ í 1. mgr. A-liðar 68. gr. laganna kemur: 326.136.
     2.      Við bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
                  a.      Þrátt fyrir ákvæði b-liðar ákvæðis til bráðabirgða XXXIX skal persónuafsláttur við staðgreiðslu opinberra gjalda árið 2001 og við álagningu tekjuskatts og eignarskatts árið 2002 vegna tekna og eigna árið 2001 vera 305.544 kr.
                  b.      Þrátt fyrir ákvæði c-liðar ákvæðis til bráðabirgða XXXIX skal persónuafsláttur við staðgreiðslu opinberra gjalda árið 2002 og við álagningu tekjuskatts og eignarskatts árið 2003 vegna tekna og eigna árið 2002 vera 317.388 kr.