Ferill 675. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 1215  —  675. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um Seðlabanka Íslands.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



     1.      Í stað orðanna „lánastofnana og annarra fjármálastofnana“ í 2. mgr. 17. gr. komi: annarra.
     2.      Við 2. mgr. 23. gr. Í stað 4. og 5. málsl. komi nýr málsliður, svohljóðandi: Þó má skipa bankastjóra sem ekki er formaður bankastjórnar og er á síðara skipunartímabili sínu formann bankastjórnar til sjö ára.
     3.      Við 1. mgr. 27. gr. Í stað orðanna „bankaráðsmaður æskir þess“ komi: tveir bankaráðsmenn óska þess.
     4.      Við 2. mgr. 37. gr.
                  a.      Á eftir orðunum „Seðlabanka Íslands er heimilt að beita lánastofnanir“ í 1. málsl. komi: og verðbréfasjóði.
                  b.      Í stað orðanna „lánastofnunum og öðrum fjármálastofnunum“ í 3. málsl. komi: og þeim stofnunum sem þær taka til.
                  c.      5. málsl. falli brott.
     5.      Við 40. gr. Við greinina bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Framlag Seðlabanka Íslands í Vísindasjóð greiðist í síðasta skipti á árinu 2001.