Ferill 640. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 1234  —  640. mál.




Nefndarálit



um till. til þál. um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 44/2001, um breytingar á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn.

Frá utanríkismálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Stefán Hauk Jóhannesson og Högna S. Kristjánsson frá utanríkisráðuneyti og Jónínu S. Lárusdóttur frá iðnaðar- og viðskipta- ráðuneyti.
    Með tillögunni er leitað heimildar Alþingis til staðfestingar á ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 44/2001, um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES- samninginn, og til að fella inn í samninginn tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2000/28/EB, um breytingu á tilskipun 2000/12/EB, um stofnun og rekstur lánastofnana.
    Tilskipunin fjallar um rafeyrisfyrirtæki og mælir fyrir um að slík fyrirtæki skuli skilgreind sem lánastofnanir. Það felur það í sér að rafeyrisfyrirtæki getur stundað starfsemi hvar sem er innan Evrópska efnahagssvæðisins.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt.
    Árni R. Árnason var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 8. maí 2001.



Tómas Ingi Olrich,


form., frsm.


Magnús Stefánsson.


Lára Margrét Ragnarsdóttir.



Rannveig Guðmundsdóttir.


Jónína Bjartmarz.


Einar K. Guðfinnsson.



Jóhann Ársælsson.


Steingrímur J. Sigfússon.