Ferill 633. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 1261  —  633. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um leigubifreiðar.

Frá meiri hluta samgöngunefndar (ÁJ, ArnbS, HjÁ, ÞKG, GHall, MS).



     1.      Við 2. gr.
                  a.      Við 1. mgr. bætist nýr málsliður er orðist svo: Við skráningu gagna í gagnagrunninn og meðferð þeirra skal gætt ákvæða laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.
                  b.      Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                     Vegagerðinni er heimilt að fela einstökum sveitarstjórnum framkvæmd mála er varða leigubifreiðar innan sveitarfélagsins.
     2.      Við 4. gr. 2. mgr. orðist svo:
                  Í úrskurðarnefnd leigubifreiðamála sitja þrír menn skipaðir af samgönguráðherra og jafnmargir til vara. Samgönguráðherra skipar formann nefndarinnar og einn varamann án tilnefningar. Formaður og varamaður hans skulu fullnægja almennum skilyrðum um hæfi héraðsdómara. Ráðherra skipar einn aðalmann og varamann hans samkvæmt tilnefningu frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og einn aðalmann og varamann hans samkvæmt tilnefningu frá Lögmannafélagi Íslands. Skipunartími nefndarinnar er fjögur ár. Kostnaður af starfi nefndarinnar greiðist úr ríkissjóði.
     3.      Við 5. gr. Í stað orðsins „meirihlutaeign“ í 2. tölul. 1. mgr. komi: a.m.k. 35% eignarhlutdeild.
     4.      Við 6. gr. 2. málsl. 5. mgr. orðist svo: Endurnýja ber skírteinin á fimm ára fresti.
     5.      Við 8. gr. 3. málsl. 3. mgr. orðist svo: Vegagerðinni er heimilt að veita undanþágu frá skilyrðum 5. gr. á svæðum þar sem ekki er í gildi takmörkun á fjölda leigubifreiða.
     6.      Við 9. gr. Tilvísunin „sbr. 4. mgr. 3. gr.“ í 4. mgr. falli brott.
     7.      Við 11. gr. Greinin orðist svo:
                  Brot gegn lögum þessum og reglugerðum, settum samkvæmt þeim, geta varðað sektum og leyfissviptingu, nema þyngri refsing liggi við eftir öðrum lögum, og skal farið með mál út af slíkum brotum að hætti opinberra mála.
                  Við alvarleg eða ítrekuð brot er Vegagerðinni heimilt að svipta viðkomandi atvinnuleyfi. Slík svipting tekur gildi þegar í stað og gildir þar til úrlausn hefur fengist í málinu skv. 1. mgr.