Ferill 707. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 1314  —  707. mál.




Breytingartillaga



við frv. til l. um sölu ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.

Frá 1. minni hluta samgöngunefndar (LB, KLM).



    Við 1. gr. Greinin orðist svo:
    Aðskilja skal grunnnet Landssíma Íslands hf. frá annarri starfsemi fyrirtækisins og stofna um það sérstakt hlutafélag. Til grunnnets telst eftirtalinn notendabúnaður og mannvirki:
     1.      Allar jarðsímalagnir, niðurgrafin tengibox og götuskápar.
     2.      Allir sæsímastrengir, merkistaurar og tengibúnaður þeirra.
     3.      Alþjóðlegir sæsímastrengir, m.a. hlutur Landssíma Íslands hf. í Cantat-3 sæstrengnum og FarIce.
     4.      Allar jarðstöðvar (gervihnattasambönd) og stoðbyggingar þeirra.
     5.      Örbylgjusendar og -móttakarar og staura- og mastravirki, auk stoðbygginga.
     6.      Tengigrindur jarðsímalagna þar sem þær eru í símstöðvarbyggingum.
     7.      Ljósleiðarafjölsímar og stoðkerfi þeirra (SDH- og PDH-flutningsstýringar).
    Samgönguráðherra skipar fimm menn í stjórn.
    Samgönguráðherra er heimilt að ákveða að fleiri eignir Landssíma Íslands hf. skuli teljast til grunnnetsins og skal endanleg ákvörðun þar að lútandi liggja fyrir áður en ákvörðun um sölu skv. 4. mgr. er tekin.
    Heimilt er að selja allt hlutafé ríkissjóðs í Landssíma Íslands hf. eftir að grunnnetið hefur verið aðskilið frá fyrirtækinu skv. 1. mgr.
    Óheimilt er að selja grunnnetið nema með heimild frá Alþingi.
    Samgönguráðherra fer með eignarhlut ríkisins í hlutafélagi um grunnnetið skv. 1. mgr.
    Ákvæði 1. mgr. 20. gr. laga um hlutafélög gildir ekki um hlutafélag um grunnnetið skv. 1. mgr.