Ferill 671. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 1334  —  671. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um skipan opinberra framkvæmda.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar (VE, KHG, GunnB, SAÞ, HjÁ).



     1.      Við 7. gr. 1. tölul. orðist svo: Fullnaðaruppdrættir og tæknileg verklýsing á þeirri framkvæmd sem fyrirhuguð er, skrá um efnisþörf, nákvæm kostnaðaráætlun um verkið, lýsing á ábyrgðarsviði og verkaskiptingu þeirra aðila sem standa að framkvæmd, tímaáætlun um framkvæmd þess og greiðslu- og fjáröflunaráætlun fyrir framkvæmdartímabilið. Fjármálaráðherra skal skilgreina kröfur um gerð og framsetningu kostnaðaráætlana og kynna þær fyrir ríki og ríkisaðilum.
     2.      Við 20. gr. Við greinina bætist ný málsgrein svohljóðandi:
                  Framkvæmdasýsla ríkisins getur falið einkaaðilum að annast einstök verkefni sem stofnuninni eru falin samkvæmt ákvæðum greinarinnar.