Ferill 348. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 1455  —  348. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um áhafnir íslenskra farþegaskipa og flutningaskipa.

Frá Árna Johnsen.



     1.      Við 2. gr. Í stað orðanna „mega þeir starfa“ í a-, b-, og c-lið 17. tölul. komi: starfa þeir.
     2.      Við 18. gr. Á eftir orðunum „með síðari breytingum, og“ í 2. mgr. komi: a-liður 1. mgr. 2. gr., 1. tölul. 3. gr. og.
     3.      Við ákvæði til bráðabirgða. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                  Á fiskiskipi með 75 kW vél til og með 375 kW vél skal vera vélgæslumaður, sem má vera hinn sami og skipstjóri á skipum að 30 brúttótonnum, enda sé hann eini réttindamaðurinn í áhöfn og útivera skipsins skemmri en 24 klst., nema á tímabilinu frá 1. apríl til 30. september þegar útivera má vera allt að 36 klst. Að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, sem Siglingastofnun Íslands setur, er ekki er skylt að vélgæslumaður sé í áhöfn skips undir 20 brúttótonnum ef gerður hefur verið þjónustusamningur við þjónustuaðila um viðhald vélbúnaðar skipsins og sá samningur er staðfestur af Siglingastofnun Íslands. Sá sem lokið hefur námskeiði í vélgæslu sem haldið er á vegum vélskóla samkvæmt reglugerð sem menntamálaráðuneytið setur hefur rétt til að vera vélgæslumaður á skipi að 30 brúttótonnum með 375 kW vél og minni.