Samþjöppun fyrirtækja á matvælamarkaði og hækkun vöruverðs

Mánudaginn 28. janúar 2002, kl. 15:33:46 (3614)

2002-01-28 15:33:46# 127. lþ. 61.1 fundur 272#B samþjöppun fyrirtækja á matvælamarkaði og hækkun vöruverðs# (óundirbúin fsp.), ÖS
[prenta uppsett í dálka] 61. fundur, 127. lþ.

[15:33]

Össur Skarphéðinsson:

Herra forseti. Ég er auðvitað sammála hæstv. ráðherra um að ekki þurfi að bindast samtökum um það hér á hinu háa Alþingi að brjóta stjórnarskrána. Annaðhvort væri nú. Ég tel, herra forseti, að sá fyrirvari sem hæstv. ráðherra setur sé skiljanlegur og eðlilegur. Eftir sem áður er það alveg ljóst eftir þessa umræðu að fullur vilji er til þess að láta Samkeppnisstofnun fá slík vopn í hendur.

Hæstv. forsrh. lýsti því skörulega yfir af sinni hálfu. Samfylkingin lagði þetta fram sem stefnu sína á landsfundi sínum í haust og nú blasir það við að hæstv. viðskrh. segir hér að ef það er vilji samstarfsflokksins að gera þetta, þá sé hún til í þann dans. Auðvitað ætlum við ekki að brjóta stjórnarskrána, en ég held að þetta sé nauðsynlegt og ég held að nauðsynlegt sé að nota þetta líka sem þrýsting á hinar stóru keðjur.