Lyfjatjónstrygging

Þriðjudaginn 29. janúar 2002, kl. 16:43:03 (3726)

2002-01-29 16:43:03# 127. lþ. 62.11 fundur 127. mál: #A lyfjatjónstrygging# frv., Flm. ÁRJ
[prenta uppsett í dálka] 62. fundur, 127. lþ.

[16:43]

Flm. (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Herra forseti. Ég þakka fyrir þá jákvæðu umræðu sem hefur orðið um frv. Hún er í takt við þær jákvæðu umsagnir sem komu um málið þegar það var sent út. Ég vil ítreka og taka undir með síðasta hv. ræðumanni að tímabært er að lögfesta lyfjatjónstryggingu hér á landi. Mikið var um það rætt þegar sjúklingatrygging var til umræðu að koma þyrfti slíkri lagasetningu á hér. Fulltrúar frá heilbrrn. tóku undir það og töluðu jafnvel um að verið væri að íhuga það. En ekkert í þá veru hefur komið frá ráðuneytinu. En ég geri ráð fyrir, miðað við þær undirtektir sem málið hefur fengið hér, að það fái góða umfjöllun í hv. hv. heilbr.- og trn.