Áhugamannahnefaleikar

Mánudaginn 04. febrúar 2002, kl. 15:39:56 (3904)

2002-02-04 15:39:56# 127. lþ. 68.10 fundur 39. mál: #A áhugamannahnefaleikar# frv. 9/2002, ÖS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 68. fundur, 127. lþ.

[15:39]

Össur Skarphéðinsson (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. fyrir þetta skýra svar. Ein af ástæðunum fyrir því að ég kom hingað og undraðist að svo virtist sem hv. þm. léti einfaldar skoðanakannanir ráða afstöðu sinni er auðvitað sú staðreynd að hæstv. forsrh., formaður Sjálfstfl., hefur margsinnis atast í öðrum flokkum fyrir það sem hann kallar að fara eftir skoðanakönnunum. Þess vegna kom það mér ákaflega spánskt, að ég ekki segi enskt, franskt og þýskt fyrir sjónir, þegar hv. þm. og formaður þingflokks Sjálfstfl. kom hér upp og tíndi þetta til sem rök. Ég hins vegar gleðst yfir því að hv. þm. hefur upplýst að hún var búin að móta sína afstöðu áður en þessar niðurstöður lágu fyrir.