Þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð hálendisins norðan Vatnajökuls

Þriðjudaginn 05. febrúar 2002, kl. 19:05:07 (4098)

2002-02-05 19:05:07# 127. lþ. 69.17 fundur 389. mál: #A þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð hálendisins norðan Vatnajökuls# þál., ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 69. fundur, 127. lþ.

[19:05]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Herra forseti. Um þær tillögur væri hægt að hafa mörg orð og um þær tillögur hef ég haft mörg orð.

Ég kom hingað upp í andsvar við hv. þm. Halldór Blöndal sem var að ræða það þingmál sem hér er til umræðu. Það er tillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð hálendisins norðan Vatnajökuls, og nú spyr ég hv. þm.: Hvernig skýrir hann andstöðu sína við þetta þingmál sem gengur út á að þessu mikla deilumáli og álitamáli verði skotið til þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu og þjóðin fái tækifæri til að kveða upp sinn úrskurð? Ég mælist til þess að hv. þm. haldi sig við efnið, svari þeirri spurningu sem fram er borin í þessu andsvari og reyni ekki að snúa út úr því.