2002-02-06 14:01:20# 127. lþ. 71.92 fundur 313#B bréf Verslunarráðs til viðskiptaráðherra um rannsókn Samkeppnisstofnunar á ólöglegu verðsamráði olíufélaganna# (aths. um störf þingsins), viðskrh.
[prenta uppsett í dálka] 71. fundur, 127. lþ.

[14:01]

Viðskiptaráðherra (Valgerður Sverrisdóttir):

Hæstv. forseti. Eins og ég hef látið koma fram er verið að fara yfir það í iðn.- og viðskrn. hvort erindið sem barst frá Verslunarráði sé í raun málefni sem ástæða sé til þess að fjalla um í ráðuneytinu. Við höfum ekki lokið þeirri athugun. Meðan svo er get ég ekki svarað hv. þm. um hver niðurstaðan verður en ég reikna með því að það verði á morgun eða alveg á næstu dögum sem lögfræðilegri skoðun á þessu erindi lýkur. Auðvitað er ekki ætlun neins að knýja ráðuneytið eða ráðherra til aðgerða sem ekki standast lög og reglur. Það dettur mér ekki í hug. En málið er bara þannig vaxið að það þarf að fara yfir allar hliðar þess og að því er unnið.