Ummæli 9. þm. Reykjavíkur

Miðvikudaginn 06. febrúar 2002, kl. 14:50:43 (4158)

2002-02-06 14:50:43# 127. lþ. 71.93 fundur 314#B ummæli 9. þm. Reykjavíkur# (um fundarstjórn), MÁ
[prenta uppsett í dálka] 71. fundur, 127. lþ.

[14:50]

Mörður Árnason:

Já, ég tel það fara mjög nærri, virðulegi forseti, að þetta sé jafngilt. Fleipur þýðir að menn mæla þvert um hug sér, eru með bjálfayrði. Popúlískur bjánaháttur þýðir að menn fara fram með popúlisma sem er skýrgreind stefna og atferli í stjórnmálum. Ég hef fullt leyfi til að kalla þá stefnu og það atferli bjánahátt.