Kynning á málstað Íslands í hvalveiðimálum

Miðvikudaginn 06. febrúar 2002, kl. 15:03:26 (4167)

2002-02-06 15:03:26# 127. lþ. 71.3 fundur 324. mál: #A kynning á málstað Íslands í hvalveiðimálum# fsp. (til munnl.) frá sjútvrh., JÁ
[prenta uppsett í dálka] 71. fundur, 127. lþ.

[15:03]

Jóhann Ársælsson:

Hæstv. forseti. Það er mín skoðun að hvort sem okkur líki það betur eða verr þurfum við að nýta hvalastofnana vegna þess að annars munu þeir hafa mikil áhrif á aðra nýtingu á lífríkinu í kringum landið.

En það sem ég ætla að spyrja um er hvort hæstv. ráðherra ætlar að klára þetta verkefni áður en hann fer af þessum ráðherrastóli sínum. Það er ekki seinna vænna. Það er búið að missa af næstu hvalavertíð. Það verður varla veiddur hvalur á þessu ári og þá er bara ein eftir. Þetta mál sem hæstv. ráðherra hefur verið að strita við öll þessi ár er þá fyrir bí. Væntanlega þarf ný ríkisstjórn að fara yfir það mál og skoða upp á nýtt hvort þessi stefna heldur áfram. Það veit enginn hvað verður um mál þegar mönnum tekst ekki að koma því í framkvæmd á heilu kjörtímabili. Þá gæti það farið í bið. Mér finnst að hæstv. ráðherra ætti að fara að gera grein fyrir því hvað hann ætlar sér í þessu. Þál. sem liggur fyrir sagði það alveg skýrt að menn ættu að fara að veiða hvali.