Einkarekstur göngudeildar við Landspítala -- háskólasjúkrahús

Miðvikudaginn 06. febrúar 2002, kl. 15:22:01 (4178)

2002-02-06 15:22:01# 127. lþ. 71.4 fundur 303. mál: #A einkarekstur göngudeildar við Landspítala -- háskólasjúkrahús# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., ÁRJ
[prenta uppsett í dálka] 71. fundur, 127. lþ.

[15:22]

Ásta R. Jóhannesdóttir:

Herra forseti. Hér er verið að ræða um einkarekna göngudeild á sjúkrahúsi. Ég vildi leggja það til þessarar umræðu að unnin eru ferliverk á sjúkrahúsum og ég tel ekkert óeðlilegt við að t.d. skurðstofur séu nýttar utan þess tíma sem þær eru í hefðbundinni notkun. Læknar gætu þá tekið að sér ákveðin ferliverk inni á þeim stofum ef þeir halda gæðastaðla, þó undir einhverjum þjónustusamningi, t.d. til að stytta biðlista. Ég hef hins vegar ákveðnar spurningar um sérstaka göngudeild í þeim efnum en tek undir með hæstv. ráðherra, einkarekstur hefur viðgengist og gengið alveg bærilega og ég er alveg hlynnt honum. Einkavæðingu hafna ég eins og hæstv. ráðherra.

Það má aldrei mismuna fólki eftir efnahag eða stöðu hvað varðar aðgang að þjónustunni en auðvitað eigum við að nýta þá aðstöðu sem er fyrir hendi innan sjúkrastofnananna án þess að nokkur mismunun verði nokkurn tíma leyfð.