2002-02-07 13:34:30# 127. lþ. 72.5 fundur 387. mál: #A bótaábyrgð vegna tjóns af notkun loftfars vegna hernaðaraðgerða, hryðjuverka eða áþekkra atvika# (staðfesting bráðabirgðalaga) frv. 5/2002, PHB
[prenta uppsett í dálka] 72. fundur, 127. lþ.

[13:34]

Pétur H. Blöndal:

Herra forseti, örstutt. Ég hef rætt um þetta áður.

Þarna er íslenska ríkið að taka á sig gífurlega ábyrgð fyrir hönd íslensku þjóðarinnar. Þó að líkurnar séu sáralitlar er þarna verið að leika sér með fjöregg þjóðarinnar vegna þess að við erum að tala um þvílíkar upphæðir, ef til skyldi koma, að þjóðin biði þess varla bætur.

Ég hef lagt til að hæstv. ríkisstjórn hafi samráð við aðrar ríkisstjórnir um að dreifa þessari áhættu. Það hefur ekki orðið. Sem betur fer höfum við ekki glutrað niður fjöregginu enn sem komið er.