Fullgilding Árósasamningsins

Mánudaginn 11. febrúar 2002, kl. 15:46:08 (4349)

2002-02-11 15:46:08# 127. lþ. 74.1 fundur 327#B fullgilding Árósasamningsins# (óundirbúin fsp.), KolH
[prenta uppsett í dálka] 74. fundur, 127. lþ.

[15:46]

Kolbrún Halldórsdóttir:

Herra forseti. Hér eru greinilega flókin mál á ferðinni. Hv. umhvn. Alþingis hefur lýst miklum áhuga á að fá að taka þátt í umræðunni um Árósasamninginn vegna þess að umhvn. er áfram um að sá samningur nái að taka gildi.

Í ljósi þess að hæstv. utanrrh. bauðst áðan til að eiga fund með hv. utanrmn. varðandi ákveðin mál á sviði utanríkismála óska ég eftir því að hið sama verði látið gilda um hv. umhvn., að hún fái að ræða við fulltrúa stjórnvalda um það sem er í farvatninu hvað varðar mögulega gildistöku Árósasamningsins.