Sala á útflutningskindakjöti innan lands

Mánudaginn 11. febrúar 2002, kl. 15:52:14 (4355)

2002-02-11 15:52:14# 127. lþ. 74.1 fundur 329#B sala á útflutningskindakjöti innan lands# (óundirbúin fsp.), landbrh.
[prenta uppsett í dálka] 74. fundur, 127. lþ.

[15:52]

Landbúnaðarráðherra (Guðni Ágústsson):

Hæstv. forseti. Hv. þm. spyr hvort kjöt frá Goða hafi ekki fullnægt útflutningsskyldu (Gripið fram í.) eða verið flutt á erlendan markað samkvæmt reglum um útflutningsskyldu. Þetta hefur heyrst. Ég vil í rauninni ekki ræða þetta viðkvæma mál hér. Menn verða auðvitað að fara að lögum þessa lands og þetta mál er í rannsókn, segja mér þeir hjá Bændasamtökunum. Ég mun fylgjast með því þar. Ég vil ekki hafa neinar grófar fullyrðingar um auknar álögur í framtíðinni heldur mæta hverjum tíma eins og hann er og reyna eftir bestu getu að leysa málin þá og þegar og ef að þeim kemur. Við skulum láta talið niður falla, hv. þm.