Virkjun Hvalár í Ófeigsfirði

Þriðjudaginn 12. febrúar 2002, kl. 15:29:32 (4450)

2002-02-12 15:29:32# 127. lþ. 75.6 fundur 54. mál: #A virkjun Hvalár í Ófeigsfirði# þál., KolH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 75. fundur, 127. lþ.

[15:29]

Kolbrún Halldórsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég hef einungis eina spurningu til hv. flm. þeirrar þáltill. sem hér er til umræðu um undirbúningsvinnu við virkjun Hvalár í Ófeigsfirði. Hún lýtur að rammaáætlun ríkisstjórnarinnar um vatnsafl og jarðvarma.

Þar sem sú vinna er nú í fullum gangi og verið er að reyna í þeirri vinnu að raða virkjunarkostum og meta þá með tilliti til hagkvæmni annars vegar og verndarsjónarmiða hins vegar, langar mig að spyrja: Er hv. þm. kunnugt um hvar virkjun Hvalár er á vegi stödd stödd í þeirri rammaáætlun, hvort sá virkjunarkostur sé í hópi þeirra 25 virkjunarkosta sem verið er að skoða í fyrstu atrennu rammaáætlunar, og þá kannski jafnframt, herra forseti, hvort hv. þm. líst svo á að þessi hugmynd ætti að vinnast innan rammaáætlunar verkefnisins eða hvort hér sé um að ræða tillögu um að athugun á virkjun Hvalár verði tekin undan rammaáætluninni?