Virkjun Hvalár í Ófeigsfirði

Þriðjudaginn 12. febrúar 2002, kl. 15:30:51 (4451)

2002-02-12 15:30:51# 127. lþ. 75.6 fundur 54. mál: #A virkjun Hvalár í Ófeigsfirði# þál., Flm. KVM (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 75. fundur, 127. lþ.

[15:30]

Flm. (Karl V. Matthíasson) (andsvar):

Að því er ég best veit, herra forseti og hv. þm. Kolbrún Halldórsdóttir, er þessi virkjunarkostur ekki inni í ramma\-áætluninni vegna þess að rannsóknirnar eru svo skammt á veg komnar. Reyndar hafa farið fram lítils háttar athuganir. Að því er ég best veit er aðeins farið að vinna í þessu. Einn starfsmaður hjá Orkustofnun, held ég, hefur eitthvert takmarkað starf með höndum í sambandi við þessa virkjun.

Því er þessi tillaga nú lögð fram að það komist sem fyrst á koppinn að menn geti séð hvort hagkvæmt sé og rétt að fara út í þessa virkjun allra hluta vegna. Kannski gæti þetta verið einn vænlegasti kostur okkar, t.d. vegna umhverfisþáttanna, svo ég nefni það eitt.