Virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal

Fimmtudaginn 14. febrúar 2002, kl. 11:28:46 (4628)

2002-02-14 11:28:46# 127. lþ. 78.1 fundur 503. mál: #A virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal# frv., ÖS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 78. fundur, 127. lþ.

[11:28]

Össur Skarphéðinsson (andsvar):

Herra forseti. Það vakti athygli í úrskurði hæstv. umhvrh. um Kárahnjúkavirkjun að þar er tekið undir með einu kæruatriði í kæru Náttúruverndarsamtaka Austurlands sem fóru fram á að ekki yrði tekið tillit til þjóðhagslegs ávinnings þegar verið væri að vega og meta náttúruspjöll sem hlytust af framkvæmd sem þessari. Ég er algjörlega ósammála þessu.

Þar var líka sagt að það væri leyfisveitanda að fjalla um þetta og gera þennan samanburð. Þess vegna vil ég spyrja hæstv. iðnrh., ef hún hefur tóm til að hlýða á mál mitt, hvers vegna þessi samanburður er ekki í þingskjalinu sem hér liggur fyrir.