Virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal

Fimmtudaginn 14. febrúar 2002, kl. 11:38:59 (4642)

2002-02-14 11:38:59# 127. lþ. 78.1 fundur 503. mál: #A virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal# frv., ÞBack (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 78. fundur, 127. lþ.

[11:38]

Þuríður Backman (andsvar):

Herra forseti. Ég vísa þessu til föðurhúsanna. Við í Vinstri hreyfingunni -- grænu framboði höfðum komið með þáltill. um að byggja upp háskólamenntun á Austurlandi. Við höfum lagt fram tillögu um sérstakan stuðning við atvinnuuppbyggingu á Austurlandi. Ég vísa þessu til föðurhúsanna.

Mér finnst óábyrgt hjá ríkisstjórninni að ætla sér að undirbúa slíkar stórkostlegar framkvæmdir með öllum þeim óvissuþáttum sem felast í vinnuferlinu þó ekki sé nema um orkusöluna. Við ætlum vonandi ekki í þetta nema að fá viðhlítandi verð fyrir orkuna. Mörg spurningarmerki eru varðandi framkvæmdina en engin áætlun B. Hvar er varaáætlun B? Hvað ef ekki verður af þessu? Hver er ábyrgð ríkisstjórnarinnar þá? Nú vil ég að iðnrh. svari og kenni ekki Vinstri grænum um.